Aðstaða í sundlaug

Laugin er byggð sérstaklega fyrir fatlaða og með þarfir fatlaðra í huga. Búningsklefar eru rúmgóðir og í eða við búningsklefa er til staðar lyftarar, bláa lónið, baðstólar og sundlaugalyftari.

  • Að öllu jöfnu fara karlmenn með aðstoðarfólki í karlaklefa og kvenfólk með aðstoðafólki í kvennaklefa. Undantekning getur verið ef aðstoðarmaður er af öðru kyni og heppilegra þykir að nýta annan klefa.
  • Á suðurhlið eru eldri búningaklefar sem ekki eru heppilegir fyrir fólk í hjólastólum. Fólki er bent á að tala við starfsfólk ef það hefur áhuga á að nýta sér þá klefa.
  • Í búningsklefum er boðið upp á sápu, einnota hanska og einnota þvottasvampa. Baðgestir koma sjálfir með sín baðföt, handklæði og sjampó ef þeir kjósa.
  • Í sundlaugarsal er vatnsvél með köldu drykkjavatni.


Nokkrar staðreyndir um sundlaug Endurhæfingar

  • Laugin var byggð árið 1983 fyrir tilstuðlan og með aðkomu Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis.
  • Laugin er 6 x 11 metrar, um það bil nítíu sentimetrar þar sem hún er grynnst og 140 sentimetrar þar sem hún er dýpst.
  • Hitastigi er haldið u.þ.b. 34, 5° C og heitur pottur er um 38, 5° C.
  • Lofthiti er að jafnaði 27°C.