Sundlaug Endurhæfingar-þekkingarseturs

 

Sundlaug Endurhæfingar-þekkingarseturs var byggð árið 1983, sérstaklega fyrir fatlað fólk og með þarfir fatlaðs fólks í huga. Laugin var byggð fyrir tilstuðlan og með aðkomu Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. Búningsaðstaða var endurnýjuð árið 1989. Búningsklefar eru rúmgóðir og í / eða við búningsklefa, og við laug, eru til staðar lyftarar, 3 baðbekkir, sérstakir baðstólar og sundlaugalyftari.

 

Laugin er notuð til vatnsþjálfunar fyrir þá einstaklinga sem fá þjálfun hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri og ennfremur fyrir fullorðnar fatlaða einstaklinga sem fá þjálfunartíma sem snúa að vellíðan í vatni hjá Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks.

 

Laugin er 6 x 11 metrar, um 0,9 m þar sem hún er grynnst og 1,4 m þar sem hún er dýpst. Hitastigi er haldið u.þ.b. 34, 5°C og heitur pottur er um 38,5° - 39° C. Lofthiti er að jafnaði 27°C.

 

Við laugina er sundlaugarlyftari, 4 hækkanlegir/ lækkanlegir baðbekkir, 1 rafknúinn setlyftari og 4 sérstakir baðstólar á hjólum. Í búningsklefum er öll aðstaða með þarfir fatlaðs fólks í huga, m.a. hitalampar fyrir þá sem ekki geta hreyft sig og baðstóll fyrir fólk í ofþyngd.