Traust, virðing, þekking og gæði
Endurhæfing – þekkingarsetur er frumkvöðull í endurhæfingu og hæfingu ungs og fullorðins fólks með fjölþættar skerðingar og langvarandi stuðningsþarfir.
CP – dagurinn 2025
CP - dagurinn var haldinn á Æfingastöðinni þetta árið, þann 10.september og tókst virkilega vel. Erlendir gestafyrirlesarar voru Elisbet Rodby-Bousquet - sjúkraþjálfari og faglegur stjórnandi CPUP í Svíþjóð og Guro Lillemoen Andersen - barnalæknir og faglegur stjórnandi NorCP í Noregi.
27/06/2025
12/06/2025
28/04/2025
Helstu burðarásar starfseminnar
Við sérhæfum okkur í meðferðum, forvörnum, ráðgjöf og annarri íhlutun við einstaklinga með fjölþættar skerðingar og langavarandi stuðningsþarfir.

Sundlaug
Sundlaug Endurhæfingar – þekkingarseturs var byggð árið 1983, sérstaklega fyrir fatlað fólk og með þarfir fatlaðs fólks í huga. Laugin var byggð fyrir tilstuðlan og með aðkomu Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis.
Búningsklefar eru rúmgóðir og í/eða við búningsklefa, og við laug, eru til staðar lyftarar, 3 baðbekkir, sérstakir baðstólar og sundlaugalyftari.