Hverjir nota laugina?

Sundlaug Endurhæfingar-þekkingarseturs er notuð til vatnsþjálfunar fyrir þá einstaklinga sem fá þjálfun hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri

Þar er um að ræða einstaklinga sem búa á hæfingardeildum LSH í Kópavogi, börn sem dveljast í Rjóðri, hvíldar -og endurhæfingarheimili fyrir langveik og langveik fötluð börn. Einnig einstaklinga með fjölþættar fatlanir, sem búa á sambýlum og heimilum á höfuðborgarsvæðinu.

Laugin er líka leigð út til ýmissa hópa s.s. Fjölmenntar, Öskjuhlíðarskóla, Lækjaráss og annara stofnana, skóla og dagvistana eftir þörfum.