Hjálpartæki

Hjálpartæki eru samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO 2004) lykilatriði í því að gera hreyfihömluðum einstaklingi kleyft að komast um og vera virkur þátttakandi.

Hjálpartæki er gjarnan skilgreint sem hvert það tæki eða hlutur, hvort sem það er keypt út úr búð, aðlagað eða sérhannað, sem er notað til að auka, viðhalda eða bæta starfræna færni einstaklings með fötlun.

Hjálpartæki eru því tæki sem geta aukið sjálfstæði, aukið hreyfigetu, gert einstaklingnum kleyft að tjá sig, sinna námi eða vinnu og vera þátttakendur í samfélaginu.