Þekkingarsetur

Endurhæfing-þekkingarsetur starfar á sviði þekkingaröflunar, ráðgjafar, fræðslu og sérhæfðar meðferðar/íhlutunar fyrir einstaklinga með fjölþættar fatlanir.

  • Mikil þörf er á sérfræðiþjónustu á þessu sviði.
  • Unnið er samkvæmt ICF líkani WHO. ICF flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) gefur hugmyndafræðilegan ramma og staðlað samræmt tungutak yfir heilsu og heilsutengt ástand. Það skapar alhliða fræðilega undirstöðu fyrir skilgreiningar, mælingar og stefnumótun um atriði sem varða heilsu og heilsuskerðingu (Valgerður Gunnarsdóttir 2003) og um mikilvægi virkni og þátttöku til að tryggja velferð og lífsgæði.
  • Endurhæfing-þekkingarsetur vinnur að uppbyggingu þekkingar og reynslu en sá möguleiki skapast m.a. vegna nægjanlegs fjölda sértækra vandamála.

Með því móti skapast þekkingarbanki sem auðveldar greiningu vandamáls eða vandamála, val á aðferðum og hugsanlegar hömlur í framkvæmd lausna. Þannig verður þjónusta árangursríkari og gæði aukast.

 Við vinnum að því...

Að tryggja einstaklingum með fjölþætt vandamál af völdum meðfæddrar eða seinna tilkominnar fötlunar, sérfræðiþjónustu á sviði líkamsstöðustjórnunar og hjálpartækja.
Að tryggja bestu nýtingu fjármagns til meðferða og fyrirbyggjandi meðferða, ásamt því að tryggja gæði í umsóknum, vali og notkun hjálpartækja.
Að sinna frumkvöðlavinnu og nýsköpun á sviði meðferða, rannsókna og þróunar.
Að þjálfa aðra, fræða og setja viðmið.
Að efla fagmennsku og gæði þjónustunnar.
Að styðja aðstandendur og umönnunaraðila.
Að tryggja upplýsingar og fræðslu.
Að vera í samstarfi við erlenda fagaðila á sama sviði.