Um Endurhæfingu

ENDURHÆFING-þEKKKINGARSETUR

Endurhæfing - þekkingarsetur er einkarekið endurhæfingarfyrirtæki, sem veitir sérhæfða endurhæfingarþjónustu fyrir ungt og fullorðið fólk með fjölþættar skerðingar og flóknar stuðningsþarfir. Þjónustusamningur er við Sjúkratryggingar Íslands um þátttöku ríkisins í kostnaði við þjónustuna. Hjá fyrirtækinu starfa einu sjúkraþjálfarar landsins með sérfræðiviðurkenningu á sviði hjálpartækja og stöðustjórnunar.

Hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri er unnið samkvæmt skilgreiningum og hugmyndafræði um stöðustjórnun (e.posture management) og tilgangurinn er að auka færni, fyrirbyggja afleiddar skerðingar og frekari fötlun. Um leið er verið að stuðla að aukinni vellíðan, lífsgæðum og möguleikum til félagslegrar þátttöku. Byggt er á réttinum til heilsu og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (Fact Sheet 31, Right to Health, 2008; Sameinuðu þjóðirnar, 2007). Samkvæmt samningi SÞ skal stuðlað að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Enn fremur sé það viðurkennt að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar og að það eigi rétt á að fá þjónustu sem miði að því að draga úr fötlun eins og framast er kostur og koma í veg fyrir frekari fötlun.

Hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri er lögð áhersla á heildræna velferð þjónustunotandans með áherslu á samstarf milli heilbrigðis- og félgslegra kerfa. Þannig eru áherslur í starfi á valdeflingu þjónustunotanda og aðstoðarfólks og studda sjálfsstjórn ( supported self-management.)

Fatlað fólk hefur rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar og á rétt á að fá þjónustu sem miðar að því að draga úr fötlun eins og framast er kostur og koma í veg fyrir frekari fötlun.

 

 

ENDURHÆFING-ÞEKKKINGARSETUR-persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Endurhæfingar-þekkingarseturs