Þjálfun í vatni

Vatnsþjálfun býður upp á öflugan endurhæfingar- og meðferðarkost fyrir einstaklinga með fjölþættar skerðingar, bæði börn og fullorðna. Vatnsþjálfun getur innihaldið þol og styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, vatnsaðlögun, slökun og teygjumeðferð. Hún hefur marga kosti fram yfir þjálfun á þurru landi. Náttúrulegur flotkraftur vatnsins gefur frelsi til hreyfinga án þess að hætta sé á að lagt sé of mikið álag á líkamann. Mótstaða vatnsins styrkir vöðva og einstakir eiginleikar vatnsins lágmarka verki og auðvelda hreyfingu. Enn fremur líður flestum mjög vel í heitu vatni. Flotkraftur léttir álagi af liðum og því getur fólk með stirða eða kreppta liði hreyft sig mun auðveldar en hægt er á “þurru landi”.