Kostir vatnsþjálfunar

Öldum saman hefur vatn verið notað til hressingar og þjálfunar og hefur þjálfun í vatni ótvírætt mikilvægi á sviði endurhæfingar og er vatn frábært þjálfunartæki fyrir stóran hóp einstaklinga.

Það eru margir kostir sem vatnsþjálfun hefur framyfir þjálfun á þurru landi. Náttúrulegur flotkraftur þess gefur frelsi til hreyfinga án þess að hætta sé á að lagt sé of mikið álag á líkamann. Mótstaða vatnsins styrkir vöðva og einstakir eiginleikar vatnsins lágmarka verki og auðvelda hreyfingu. Enn fremur líður flestum mjög vel í heitu vatni.

Helstu kostir vatnsins eru: Flotkraftur

Flotkraftur léttir álagi á liði og þannig getur fólk með stirða eða kreppta liði hreyft sig á þann hátt sem það getur ekki á “þurru landi”. Hægt er að auka flotkraft með notkun kúta. Seigja / mótstaða vatnsins Vinnur gegn hreyfingu með núningsmótstöðu og styrkir eykur þar með vöðvakraft en vinnur um leið gegn því að einstaklingur falli vegna jafnvægisleysis.

 Hydrostatic þrýstingur

 

Hýdrostatiskur þrýstingur vatns minnkar bólgur og bjúg og gerir þannig hreyfingar auðveldari og lágmarkar sársauka. Vatnsþjálfun fyrir einstaklinga með fatlanir ! Vatnsþjálfun býður uppá öflugan endurhæfingar –og meðferðarkost fyrir einstaklinga með fjölþættar fatlanir. Gagnsemi hennar felst m.a. í því að minnka verki, auka vöðvastyrk og liðhreyfanleika, auka þol og þrek og bæta hreyfifærni. Fötluðum einstaklingum líður öllu jafnan mjög vel í vatninu sem eykur enn frekar á meðferðarkost vatnsþjálfunar.

Einnig gefur vatnsþjálfun möguleika á leik og náinni samveru við aðra einstaklinga í skemmtilegu umhverfi. Meðal þeirra sem gagn hafa af vatnsþjálfun eru eftirfarandi:

 • Einstaklingar sem hafa fengið heilaáverka í kjölfar slyss eða sjúkdóms
 • Einstaklingar með taugasjúkdóma
 • Einstaklingar með vöðvarýrnunarsjúkdóma
 • Langveikir einstaklingar – bæði börn og fullorðnir
 • Einstaklingar með Heilalömun –CP
 • Einstaklingar með þroskaröskun
 • Atferlisraskanir
 • Þeir sem hafa fengið heilablóðfall
 • Aldraðir
 • Krónískir verkir
 • MS
 • Bæklunarsjúklingar
 • Íþróttameiðsl

Samanburður á þjálfun á landi og í vatni:

Flotkraftur vatnsins minnkar þungaburð líkamans, gerir auðveldara að teygja sig eða vera teygður, hreyfingar verða ekki eins sársaukafullar, það er hægt að hefa þjálfun fyrr, vinnur á jafnvægi og postural vöðvum líkamans og einstaklingur er með ( aktíf þátttaka ) Hiti Hýdróstatiskur þrýstingur vatnsins minnkar bólgur.

Álagi þjálfunar er hægt að stjórna með því að nýta sér flotkraft og mótstöðu vatnsins. Þrjátíu mínútna þjálfun í vatni samsvarar klukkutíma þjálfun á þurru landi.

Samanburður á kaloríueyðslu í vatni og á landi:

 • Gengið á landi 135 kal.
 • Gengið í vatni 264 kal.
 • Skokkað á landi 240 kal
 • Skokkað í vatni 340 kal

Vatnsþjálfun er þjálfun, æfingar í vatni, vatnsaðlögun, bæði einstaklinga og hópa til þess að bæta heilsu, hreyfifærni, andlega og félags líflsgæði. Vatnsmeðferð er dýrmæt og öflug viðbót til þjálfunar fyrir einstaklinga með fjölþættar fatlanir, jafnt fullorðna sem börn.

Sjá nánar um markmið hér HÉR

Sjá ráðgjöf og hjálpatækjaþjónustu HÉR